Íslandsmeistaramót

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslandsmeistaramót

Kaupa Í körfu

„Skýringarnar á þessum framförum eru margar,“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi, sem hreinlega sprakk út á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Jakob Jóhann bætti eigið met í 200 m bringusundi um þrjár sekúndur, um 1,3 sekúndur í 100 m bringusundi. Um leið varð hann fyrstur Íslendinga til þess að synda 100 m bringusund á skemmri tíma en einni mínútu, kom í mark á 58,91 sekúndu. MYNDATEXTI Góður Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi „sprakk út um helgina“ á ÍM í 25 metra laug og hjó nærri tveimur Norðurlandametum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar