Íslandsmeistaramót

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslandsmeistaramót

Kaupa Í körfu

ÉG hef æft mjög mikið og staðið mig vel á æfingum. Árangur síðustu daga er afrakstur þess,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, hin 14 ára gamla sundtelpa úr Sundfélaginu Ægi sem vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmeistaramótinu í sundi um helgina. Hún setti átta stúlknamet og eitt telpnamet auk þess að vera í sveit Ægis sem setti þrjú Íslandsmet í boðsundi. „Sundbolirnir hjálpa eitthvað til við þetta allt,“ sagði Eygló Ósk spurð um þær miklu framfarir sem hún sýndi á mótinu. MYNDATEXTI Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi hafði betur í einvíginu við eldri systur sína í 200 metra baksundi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar