Sund

Sund

Kaupa Í körfu

ÉG er mjög glaður með þann góða árangur sem náðist á Íslandsmeistaramótinu,“ sagði Hörður J. Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, í gærkvöldi þegar keppni á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m braut lauk í Laugardalslaug. Alls voru sett 15 Íslandsmet og á þriðja tug aldursflokkameta unglinga á mótinu sem stóð yfir í fjóra daga. Hæst bar framúrskarandi árangur Jakobs Jóhanns Sveinssonar, Sundfélaginu Ægi, í 100 og 200 m bringusundi þar sem hann stórbætti Íslandsmetin og hjó nærri Norðurlandametunum í báðum greinum. Jakob Jóhann bætti síðan þriðja metinu við í gær í 50 m bringusundi. Erla Dögg Haraldsdóttir, sem keppti sem gestur á mótinu, setti einnig þrjú Íslandsmet; í 100 m fjórsundi á 1.01,77 mínútum, í 200 m fjórsundi á 2.15,32 og í 50 m bringusundi á 31, 26 sekúndum. MYNDATEXTI Erla Dögg Haraldsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar