Sarah Kelly

hag / Haraldur Guðjónsson

Sarah Kelly

Kaupa Í körfu

KRISTILEGA tónlistarkonan Sarah Kelly hefur tvisvar verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir plöturnar Take Me Away og Where The Past Meets Today í flokknum „besta rokk- eða rappgospelplatan“. Tónleikagestir í Fíladelfíukirkjunni hafa því líklega ekki orðið fyrir vonbrigðum á laugardagskvöldið þegar Kelly hélt þar tónleika fyrir fullum sal. Kelly er vel þekkt utan kristilega geirans og hefur spilað með mörgum þekktum tónlistarmönnum. Til dæmis leikur Slash, gítarleikari Guns 'n' Roses, á nýjustu plötu hennar og tónlist hennar hefur hljómað í sjónvarpsþáttunum Grey's Anatomy. Henni hefur verið líkt við tónlistakonur eins og Janis Joplin, Sheryl Crow og Norah Jones. Tríó Vadims Fyodorovs hitaði upp fyrir Kelly á tónleikunum í Fíladelfíu á laugardaginn. MYNDATEXTI Huggulegt Listamenn máluðu listaverk á meðan tónleikunum stóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar