Bubbi Morthens

Atli Vigfússon

Bubbi Morthens

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var hátíðleg stund við Skriðuflúð í Aðaldal þegar Bubbi Morthens afhenti Völundi Hermóðssyni, fulltrúa ábúenda á Nesbæjunum, eintak af nýju bókinni sinni, Áin, beint úr prentsmiðjunni. Glatt var á hjalla á árbakkanum af þessu tilefni, en þar voru, auk Bubba og Völundar, ljósmyndari bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson, og útgefandinn Hildur Hermóðsdóttir, sem fögnuðu tímamótunum. Það er Salka forlag sem gefur bókina út og boðað var til útgáfukaffis í félagsheimilinu Ýdölum til þess að kynna útgáfuna og gleðjast yfir góðum árangri. Þar mætti margt fólk úr Aðaldal til þess að fagna með þeim sem hafa unnið að undirbúningi bókarinnar, sem óneitanlega hefur vakið athygli MYNDATEXTI Kaffisamsæti Ábúendur á Nesbæjunum fengu bókina að gjöf ásamt leiðsögumönnum sem unnið hafa við ána og koma margir hverjir við sögu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar