Styrmir í Valhöll

Styrmir í Valhöll

Kaupa Í körfu

MARGT má læra af efnahagskreppunni sem gekk yfir þjóðina á árunum 1967 til 1969, sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, í ræðu á 80 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins í gær. Sérstaklega yrði að hafa í huga, að góð tengsl forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar við verkalýðshreyfinguna réðu úrslitum um að ríkisstjórninni tókst að stýra þjóðarskútunni í höfn. „Mér er minnisstæður fundur sem [Bjarni] átti með kaupmönnum í Reykjavík... sem þá voru í uppreisn vegna verðlagsákvæða sem ríkisstjórnin hafði ákveðið að beita sér fyrir,“ sagði Styrmir MYNDATEXTI Styrmir sagði forystumenn Sjálfstæðisflokks oft hafa verið of hallir undir hagsmuni viðskiptalífsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar