Músastigi

Músastigi

Kaupa Í körfu

Það er til töluvert af gömlu jólaskrauti hérna, ekki reyndar gamlir músastigar en þó talsvert af skrauti frá ýmsum tímum. Elsta jólaskrautið er líklega steyptir og málaðir jólasveinar og bjöllur úr gifsi. Svo eru líka til kramarhús og jólapokar en dönsku blöðunum fylgdu oft áprentaðir jólapokar sem var hægt að klippa út og búa til kramarhús. Fólk bjó sér oftast til jólatré úr spýtum og skreytti það með sortulyngi eða einhverju því lyngi eða grænu sem til var á svæðinu. Svo voru sett kerti á trén og kannski nokkrir svona jólapokar. Annars fór þetta talsvert eftir efnahag fólks en ég veit til dæmis að í fjölskyldu tengdamóður minnar, sem var fædd 1922, voru keypt inn lifandi jólatré frá útlöndum. Síðar meir fóru svo gervijólatré að komast í tísku og jólaskrautið breytist smátt og smátt með aukinni velmegun og aukinni framleiðslu á jóladóti,“ segir Dagný Guðmundsdóttir sem fer með sýningaumsjón og fyrirbyggjandi forvörslu á Árbæjarsafni. MYNDATEXTI Skref 4 Endarnir límdir eða heftaðir saman og þá er verkinu lokið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar