Hafnarhúsið - Ryan Patreka

Hafnarhúsið - Ryan Patreka

Kaupa Í körfu

Svei mér þá,“ hugsaði ég þegar ég gekk inn í kolmyrkvaðan sýningarsalinn með rafmögnuðum gítarhljómnum, „er loksins búið að rokka alla sjónræna þætti út úr myndlistinni?“ Þetta voru fyrstu viðbrögð mín á sýningu Ryans Patreka, Þúsund ár dagur, ei meir (fyrir Caspar David Friedrich), í D-sal Hafnarhússins – Listasafns Reykjavíkur. Ég bjó mig undir að standa áfram í myrkrinu en þá, jafnskyndilega og hugsunin hafði komið, tók að birta. Blóðrauður vökvi sullaðist niður bogalagaða kirkjuglugga og hleypti ljósi í gegn. Rafmagnað hljóðið breyttist í lúðraþyt og í birtunni sá ég svartlökkuð tré sem teygðu sig frá veggjunum. Ég var greinilega staddur í einhverri „goth“-hroll-vekju eftir Tim Burton – Sleepy Hollow eða Sweeney Todd: The demon barber of Fleet street. MYNDATEXTI Innsetning Patreka Ímyndirnar sækir Ryan Patreka í málverk þýska rómantíska listmálarans Caspars Davids Friedrichs, Klosterfriedhof im Schnee.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar