Starfsmenntaverðlaun

Starfsmenntaverðlaun

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í gær starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Í ár hlutu mörg öflug fyrirtæki og fræðsluaðilar tilnefningu. Vinningshafarnir eru þessir: Í flokki fyrirtækja: Securitas fyrir fræðslustarf fyrirtækisins, þar sem öryggisvarðanám fær sérstaka viðurkenningu. Í flokki skóla- og fræðsluaðila: IÐAN fræðslusetur fyrir fjölbreytt fræðslustarf þar sem raunfærnimat fær sérstaka viðurkenningu. Í flokki félagasamtaka og einstaklinga: Stjórnvísi fyrir faghópastarf. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskarandi starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfsmanna sinna. Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafa fyrri ára á vefsíðu Starfsmenntaráðs: www.starfsmenntarad.is MYNDATEXTI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt fulltrúum þeirra sem hlutu starfsmenntaverðlaunin í ár við athöfnina sem fram fór í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar