Guðrún Jónsdóttir

Heiðar Kristjánsson

Guðrún Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Við erum að selja peysur sem eru hannaðar hérna, húfur, ullarþæfingu, bútasaum, leðurtöskur, útskorið tré, glerlistaverk, myndlist, alls konar prjónavörur og kökur. Það verður einnig kaffihúsastemning þar sem við seljum kaffi og vöfflur, Kvennakór Kópavogs kemur og syngur og meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands spila fyrir okkur jólalög. Það verður rosaleg stemning,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendendur þeirra MYNDATEXTI Ég hef verið meðlimur í Ljósinu frá upphafi,“ segir Guðrún Jónsdóttir en þangað mætir hún a.m.k. tvisvar eða þrisvar í viku. „Ég greindist með krabbamein árið 1999. Þá var endurhæfingin í Kópavogi á vegum ríkisins en hún var lögð niður. Ljósið var svo stofnað af Ernu Magnúsdóttur og er sjálfstætt starfandi stofnun sem fær enga styrki frá ríkinu. Erna plataði mig síðan í stjórn og nú vinn ég með og aðstoða þá sem eru að ganga í gegnum þetta erfiða ferli.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar