Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Kaupa Í körfu

Eins og margir vita hefur Hið íslenzka reðasafn á Húsavík átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár. Það sem færri vita er að á safninu má sjá, eða ekki sjá, meint huldumannstyppi í krukku. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, flutti um það fyrirlestur fyrir skömmu sem kallaðist Huldumannstyppi og næmar konur. „Þegar ég fór á safnið sá ég ekki þetta typpi sem er í krukkunni. Aðrir sem ég þekki hafa ekki heldur séð það en Sigurður [Hjartarson, eigandi og stofnandi safnsins] hefur hinsvegar sagt að eingöngu næmar konur sjái þetta typpi og samkvæmt viðtölum beri þeim konum, sem hafa séð typpið, öllum saman um stærð og lögun þess.“ MYNDATEXTI Sigurjón B. Hafsteinsson segist ekki hafa séð huldumannstyppið í krukkunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar