Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

FORSETI Alþingis frestaði fundi þar sem Icesave-málið var til umræðu á tíunda tímanum á laugardagskvöldið. Höfðu þingmenn þá deilt um fundarstjórn forseta, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, í eina og hálfa klukkustund. Stóðu deilurnar um það hvernig túlka skyldi 10. gr. þingskapalaganna, þar sem kveðið er á um að ekki sé vikið frá reglulegum þingfundum samkvæmt starfsáætlun, án samþykkis þingsins eða þingflokkar hafi náð samkomulagi þar um. Þá hafi forseti heimild til að bera fyrirvaralaust upp tillögu um lengri fundartíma MYNDATEXTI Forseti Alþingis og formenn þingflokka hafa fundað sleitulítið undanfarna daga um þingstörfin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar