Krakatá

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Krakatá

Kaupa Í körfu

Árni, ertu ekki örugglega að merkja?“ spurði Haraldur Sigurðsson. „Nei! Ég rata út, ekkert mál,“ svaraði Árni og eiginlega hvarf í gufuskýi sem rauk frá honum þegar við stoppuðum í smástund til að hvíla okkur. Við vorum staddir inni í miðjum frumskógi á eyjunni Krakatá í Indónesíu, hitinn var óbærilegur, um 40 gráður og rakinn örugglega nálægt 100 prósentum. Þetta var eins og að vera í gufubaði, ná varla andanum en verða samt að höggva sér leið út. Við vorum í vísinda- og rannsóknarleiðangri með Haraldi Sigurðssyni, prófessor og eldfjallafræðingi við Rhode Island-háskólann í Bandaríkjunum. Auk okkar Árna Johnsen voru í hópnum Steve Carey aðstoðarprófessor og Charles Mandeville doktorskandidat, Jón Björgvinsson kvikmyndagerðarmaður og kona Haraldar, Jane.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar