Þjónn í súpunni

Skapti Hallgrímsson

Þjónn í súpunni

Kaupa Í körfu

Elskulegur, ungur þjónn í svörtu vesti kemur að borðinu og spyr kurteislega: Má bjóða þér kaffi? „Ha! Mér? Ja... Nei. Ertu að gera grín að mér?“ Ég hvessi á hann augun. Mig langar satt að segja í gott kaffi eftir matinn en þori ekki að taka áhættuna á því að þjónninn ætli að eitra fyrir mig. Eða saki mig um að hafa klipið sig í rassinn. „Grínast?“ spyr þjónninn og virðist alveg eins hafa átt von á spurningunni. „Alls ekki. Ég spurði bara hvort það mætti bjóða þér kaffi.“ Ég stekk upp úr stólnum, þríf ekki í konuna mína en hún þekkir augnaráðið þegar ég er óttasleginn og fylgir mér út á hlaupum. Það skal viðurkennt að ég var ekki í jafnvægi. Nýbúinn að klappa hraustlega fyrir óvenjulegri en skemmtilegri þjónustu nokkurra starfsmanna Leikfélags Akureyrar og Arnrúnar Magnúsdóttur verts á Friðriki V sem fer með hlutverk eins þjónsins í verkinu Þjónn í súpunni. Ég held að minnsta kosti að hún hafi verið í hlutverki; geymir tyggjóið vanalega ekki á gólfinu. MYNDATEXTI Arnrún Magnúsdóttir vert á Friðriki V, leikur þjón. Hún tyllti sér í gluggann í pásu með fullan munn af tyggjói.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar