Tinna Gunnlaugsdóttir - Gatan mín

Tinna Gunnlaugsdóttir - Gatan mín

Kaupa Í körfu

Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson fluttu í húsið sitt á Grettisgötunni árið 1981 ásamt tveimur ungum sonum sínum. „Húsið er reisulegt í grunninn, burðarstoðirnar voru fluttar inn tilsniðnar frá Noregi árið 1903, og húsið reist á hlöðnum grunni, en á þeim tíma voru lóðir við Grettisgötu og Njálsgötu að byggjast upp.“ Lengst af bjuggu í húsinu tvær fjölskyldur og á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, eða í „kreppunni“, voru þar heimilisfastir allt að tuttugu manns. Síðar þjónaði húsið ýmsum tilgangi, þar hafði Skógrækt ríkisins sínar fyrstu skrifstofur, þar var um tíma lyfjafyrirtæki og lögfræðistofa, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar við keyptum húsið hafði það verið sambýli skólafólks eða einskonar „kommúna“ um tíma og var eiginlega komið í niðurníðslu. Við réðumst þó aðeins í minniháttar viðgerðir til að byrja með, en eftir að hafa búið í húsinu í fimm ár ákváðum við að ráðast í gagngerar endurbætur,“ segir Tinna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar