Hrúturinn Tumi

Sigurður Sigmundsson

Hrúturinn Tumi

Kaupa Í körfu

HORNIN á hinum sjö vetra gamla hrúti, Tuma, sem er frá bænum Fjalli I á Skeiðum, eru með þeim glæsilegri sem sjást. Bjallan sem hangir í öðru þeirra, þjónaði í gamla daga ekki aðeins þeim tilgangi að ærnar heyrðu hvar forystusauðurinn væri staddur, heldur gat smaladrengurinn einnig runnið á hljóðið þar sem hann rölti á eftir hjörðinni í vondum veðrum. Þótt bjallan í Tuma sé meira til gamans í dag gegnir hann hlutverki sínu sem forystusauður af stakri prýði, ekki síst eftir leitir á haustin þegar hann leiðir féð hiklaust á áfangastað í túninu heima.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar