Varnargarður á Seltjarnarnesi

Varnargarður á Seltjarnarnesi

Kaupa Í körfu

BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarnarnesi skoða nú mál húseiganda við Nesveg þar í bæ, sem nýverið lét ryðja niður sjóvarnargarði á nokkurra metra belti fyrir framan hús sitt. Þar sem sjóvörnin var áður er nú opið gap og niðri í flæðarmálinu hefur verið komið upp nokkurs konar eyju eða brimbrjót, sem skagar um það bil tíu metra fram í sjóinn. Húseigandinn fékk verktaka til að annast framkvæmdir og fór í þær upp á sitt einsdæmi. Unnið hefur verið að endurbótum á sjóvarnargörðum á Seltjarnarnesi að undanföru á vegum Siglingastofnunar. MYNDATEXTI Grjótinu í sjóvarnargarðinum við Nesveg á Seltjarnarnesi hefur verið rutt fram í sjóinn eins og sést á þessari mynd. Húseigandinn segist hins vegar aðeins hafa sett möl sem hlífðarkápu yfir grjótið. Ekki var sótt um leyfi til framkvæmdanna og yfirvöld eru nú með málið í athugun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar