Bjarkarlaufið

Bjarkarlaufið

Kaupa Í körfu

VERNHARÐUR Linnet fékk Bjarkarlaufið afhent í gær á Degi íslenskrar tónlistar. Bjarkarlaufið var nú afhent í þriðja sinn en það er veitt þeim einstaklingi sem skarað hefur fram úr í ræktarsemi við íslensku tónlistargyðjuna. Áður hafa Árni Matthíasson á Morgunblaðinu og Andrea Jónsdóttir á Ríkisútvarpinu hlotið það. Vernharður er helsti djassfræðingur þjóðarinnar og hefur starfar við útvarp og blöð í áratugi. Bjarkarlaufið var afhent á veitingastaðnum Orange á Lækjartorgi og sést Vernharður hér ávarpa gesti. Jafnframt var fagnað útgáfu nýs tónlistarfjölmiðils sem ber nafnið Hljómgrunnur og nýtt fyrirkomulag íslensku tónlistarverðlaunanna var kynnt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar