Barnaverndarmál

Heiðar Kristjánsson

Barnaverndarmál

Kaupa Í körfu

Í sögu Astrid Lindgren um Línu langsokk er dregin upp heldur neikvæð mynd af fulltrúum barnaverndarnefndar. Konurnar í nefndinni bera vissulega umhyggju fyrir Línu en hugsun þeirra er svo kassalaga að þær virðast ekki geta komið auga á hvað er Línu fyrir bestu. Þessi mynd af starfsmönnum barnaverndar er býsna lífseig. Sumir virðast hafa efasemdir um að það sé unnið gott starf á vegum barnaverndarnefnda. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að starf barnaverndar sé frekar lokaður heimur og um hann leiki viss dulúð. Þetta markist af því að ströng þagnarskylda hvíli á starfsmönnum barnaverndar. Þeir megi ekki tjá sig um einstök mál á opinberum vettvangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar