Barnavernd

Barnavernd

Kaupa Í körfu

Börn í vímuefnaneyslu sem höfðu stungið af frá heimilum sínum voru stærstu verkefni Helgu Einarsdóttur ráðgjafa hjá Barnavernd Reykjavíkur um helgina. Helga segir þetta hafa verið nokkuð dæmigerða helgi. Mikill tími hafi farið í að afgreiða símtöl, en sem betur fer hafi ekkert mál komið upp sem varðaði lítil börn. Bakvakt Helgu byrjaði þegar kl. 16:15 á föstudegi þegar skiptiborðinu hjá Barnavernd var lokað og stóð til kl. 8:15 á mánudegi. Þegar vaktin hófst lá strax fyrir eitt verkefni sem hún þurfti að sinna undir eins. Ástæðan var sú að annar tveggja eftirlitsmanna Barnaverndar var veikur og þurfti Helga að hlaupa í skarðið fyrir hann samhliða öðrum verkefnum MYNDATEXTI Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur og Helga Einarsdóttir ráðgjafi hjá Barnavernd takast á við ýmis konar verkefni í starfi sínu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar