Músastigi föndraður fyrir jólin í Hlíðarskjóli

Músastigi föndraður fyrir jólin í Hlíðarskjóli

Kaupa Í körfu

MÚSASTIGAR voru framleiddir í stórum stíl í frístundaheimilinu Hlíðarskjóli í gær. Til verksins var fengin hjálp foreldranna sem kepptust ekki síður við af mikilli samviskusemi. Ábúðarfullir klipptu nemendurnir niður kreppappír, munduðu límstifti og göldruðu þannig fram hvern músastigann á fætur öðrum. Nafnið gefur þó enga vísbendingu um notagildið því músastigar eru eingöngu notaðir til skrauts eins og þeir vita sem einhvern tímann hafa komið nálægt gerð slíkra stiga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar