Viðurkenning Kraums

Viðurkenning Kraums

Kaupa Í körfu

Sex listamenn fengu viðurkenningu Kraumslistinn, sérstök viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs fyrir þau verk sem þótt hafa framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu, var kynntur annað árið í röð í gær. Í ár hlutu sex listamenn/sveitir viðurkenningu og stuðning fyrir plötur sínar. Þeir eru Anna Guðný Guðmundsdóttir fyrir Tuttugu tillit til Jesúbarnsins, Bloodgroup fyrir Dry Land, Helgi Hrafn Jónsson fyrir For the Rest of My Childhood, Hildur Guðnadóttir fyrir Without Sinking, Hjaltalín fyrir Terminal og Morðingjarnir fyrir Flóttann mikla. Kraumur mun styðja hnitmiðað við plötur listamannanna í framhaldinu. MYNDATEXTI: Úrval Sigurvegararnir stilla sér upp. Eftir athöfn tóku Hjaltalín, Helgi Hrafn Guðmundsson og Morðingjarnir lagið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar