Froskurinn á Barnaspítala

Froskurinn á Barnaspítala

Kaupa Í körfu

ESSASÚ-froskurinn, sem hefur gert góða lukku í auglýsingum Vodafone að undanförnu, hefur nú fengið framtíðarheimili. Fulltrúar símafyrirtækisins mættu í gær á Barnaspítala Hringsins færandi hendi með þessa kynjaskepnu og kættust bæði börn og fullorðnir yfir því að fá froskinn þangað. Að undanförnu hefur verið vinsælt að láta mynda sig eða gæludýrin sín með honum og í stöku tilvikum hafa meira að segja langar biðraðir myndast. Erza Osmani, 9 ára, Auður Emilía Hildardóttir, 8 ára, og Rósalind Óskarsdóttir, 4 ára, sem þessa dagana dveljast á barnaspítalanum kættust líka að fá félagsskap frosksins og höfðu gaman af því að sitja fyrir hjá ljósmyndara Morgunblaðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar