Sjósund

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sjósund

Kaupa Í körfu

HLEGIÐ var að kappklæddum blaðamanni þar sem hann skalf sem hrísla í frostinu og taldi hausa í heitum potti ylstrandarinnar í Nauthólsvík um hádegisbil í gær. Laxableikir líkamar voru alls staðar um kring og nokkrir hvítir á göngu út í sjó. Sífellt fleiri sækja í sjóinn á Þorláksmessu til að eiga kalda kyrrðarstund fjarri alræmdu jólastressinu. Vel á annað hundrað manns skelltu sér í sjóinn á meðan blaðamaður norpaði og saup á heitu súkkulaði. Örlaði á skömm þegar telpur tvær á baðfötunum einum fata skokkuðu framhjá og stungu sér til sunds. Steininn tók úr þegar þær glaðlegar gæddu sér á frostpinna að sundinu loknu. MYNDATEXTI Eftir að hafa stokkið í sjóinn svömluðu fjallhressir karlmennirnir um stund. Einn þoldi þó ekki við og lagði fyrr af stað í land.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar