Gaman að gefa jólaheyið

Atli Vigfússon

Gaman að gefa jólaheyið

Kaupa Í körfu

Þingeyjarsýsla | „Það er gaman að gefa jólaheyið, gefa góðar og grænar tuggur sem kindunum þykja gómsætar. Þá er líka gefið mikið magn á jólunum, allir verða saddir, allt er sópað og fínt, bara hátíðlegt. Þá klappar maður kindunum meira, margar vilja brauð og svo fæddist líka Jesúbarnið í fjárhúsum sem gerir þetta enn skemmtilegra.“ Þetta er megininntak þess sem systurnar Hulda Ósk og Elva Mjöll Jónsdætur úr Reykjahverfi sögðu, ásamt Elsu Dögg Stefánsdóttur frá Húsavík sem hefur mjög gaman af því að koma í fjárhús. MYNDATEXTI Elsa Dögg, Elva Mjöll og Hulda Ósk með jólahúfur við gegningarnar. Hrúturinn Emil er alsæll.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar