Vélmenni á Akranesi

Sigurður Elvar Þórólfsson

Vélmenni á Akranesi

Kaupa Í körfu

Herbergið líkist einna helst leikfangaverslun frá sjöunda áratugnum. Á veggjunum eru hillur frá gólfi upp í loft og í þeim standa ótal blikkvélmenni, ýmist með græn lýsandi augu, spúandi reykvélar, sjónvarp á maganum eða annars konar heillandi eiginleika. Björgvin K. Björgvinsson hefur safnað vélmennum í rúm 10 ár eða frá því að hann var búsettur í Danmörku og rakst á gamalt blikkvélmenni á flóamarkaði þar í landi. „Ég hafði verið að kaupa gamaldags leikföng áður en þegar ég rakst á þetta þá datt allt hitt út og ég fór að einbeita mér að þessu sérstaka áhugamáli. Vélmennin eru einfaldlega flott í hönnun og útliti og hugmyndaflug framleiðandanna virðist óþrjótandi,“ segir Björgvin MYNDATEXTI Björgvin á yfir 400 vélmenni og er þetta aðeins brot af safni hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar