Snjór Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Snjór Akureyri

Kaupa Í körfu

HAFI einhverjir Akureyringar beðið guð um hvít jól má fullyrða að þeir hafi verið bænheyrðir. Þar hefur snjóað og snjóað. Í gærmorgun mældist þar 76 cm snjódýpt sem er það mesta á byggðu bóli þessi jólin. „Það er ekkert sem bendir til að þessi snjór sé á förum. Við sjáum ekkert nema norðanátt í kortunum næstu vikurnar,“ sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Spáð er kólnandi veðri og snjókomu í kvöld. Þó að mikið hafi snjóað á Akureyri vantar þó enn talsvert á að þar verði sett met. Mesta snjódýpt sem mæld hefur verið á Íslandi var við Skeiðsfossvirkjun, en þar mældist 297 cm snjódýpt 19. mars árið 1995.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar