Jólahald

Svanhildur Eiríksdóttir

Jólahald

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | „Þegar fjölskyldan ætlaði að halda venjuleg fjölskyldujól þá grétum við systur, fannst ömurlegt og einmanalegt að vera svona fá á jólunum,“ sagði Ester Daníelsdóttir, kapteinn hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ, í samtali við blaðamann. Hún og eiginmaður hennar, Wouter van Gooswilligen, héldu fyrstu vinajólin í húsakynnum hersins í Reykjanesbæ á aðfangadag, ásamt börnum sínum og sjálfboðaliðum. Þátttakendur voru hátt í 60 frá ýmsum þjóðlöndum. Í dag verður hins vegar jólaskemmtun barnanna í húsakynnum Hjálpræðishersins. Hjónin Ester og Wouter þekkja vart öðruvísi jól er kærleiksjól í anda Hjálpræðishersins. Bæði eru þau alin upp innan hans líkt og börn þeirra nú, Aron Daníel 11 ára, Moira Ruth 9 ára og Silje 7 ára. Þau sögðu gott að byrja með hefðir þegar börnin væru lítil. MYNDATEXTI Vinajól Gestir nutu góðra veitinga hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ á aðfangadagskvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar