Menn ársins hjá Frjálsri verslun

Menn ársins hjá Frjálsri verslun

Kaupa Í körfu

FRJÁLS verslun útnefndi í gær Sigurberg Sveinsson og syni hans Svein og Gísla Þór menn ársins í íslensku atvinnulífi. Feðgarnir eiga og reka matvöruverslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Í mati dómnefndar var lagt til grundvallar frumkvöðlastarf á sviði lágverðsverslunar á Íslandi, langur og farsæll feril, hófsemi, dugnaður og útsjónarsemi sem gert hefði Fjarðarkaup að stöndugu og framúrskarandi fyrirtæki. Þetta var í 22. skipti sem Frjáls verslun útnefndi mann ársins í atvinnulífinu á Íslandi og er um að ræða elstu verðlaun á því sviði MYNDATEXTI Sigurbergur Sveinsson flytur ræðu eftir að hafa tekið á móti viðurkenningunni í gær, fyrir aftan hann má sjá syni hans, Svein og Gísla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar