Öryggisgleraugu

Öryggisgleraugu

Kaupa Í körfu

ENGINN ætlar sér að eyða áramótum á slysadeildinni. Samt sem áður kemur það stundum upp í huga manns hvort það sé markmiðið þegar óvarlega er farið með flugelda. Við þekkjum öll hættuna sem röng meðferð þeirra getur skapað og fyllsta öryggis er ekki gætt. Þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér 800 til 1.200°C hita. Til samanburðar má nefna að sjóðandi vatn er um 100°C. Leiðbeiningar sem fylgja flugeldavörum taka mið af þessari hættu og ef ekki er farið eftir þeim aukast líkur á slysum til muna. MYNDATEXTI Erla og Emma nota öryggisgleraugu þegar flugeldunum er skotið upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar