Alþingi Icesave

Alþingi Icesave

Kaupa Í körfu

FORMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks – auk annarra þingmanna stjórnarandstöðunnar – kröfðust þess í gærkvöldi að Svavar Gestsson, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, yrði kallaður fyrir fjárlaganefnd og skýrði ummæli sem birtast í bréfi bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya til fjárlaganefndar sem birt var í gær, en í því segir að Svavar hafi farið fram á að leynt yrði gögnum fyrir yfirmanni sínum, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra sagði að gott væri að fá upplýsingar um málið, en hann ætti erfitt með að trúa slíku. MYNDATEXTI Þingstörfin fóru úr skorðum í gærkvöldi vegna nýrra upplýsinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar