Matthías og Gunnar

Matthías og Gunnar

Kaupa Í körfu

Ég er að búa mig undir svefn,“ segir Gunnar Eyjólfsson þegar blaðamaður nær tali af honum síðla kvölds 29. desember. „Ég hef verið svo kvefaður upp á síðkastið. Svo á að fara að forsýna á morgun Mömmu Gógó, þar sem ég er í einu hlutverkinu.“ – Þú verður að láta þér batna! „Já, ég verð að losna við kvefið, því ég er að fara út að djamma annað kvöld.“ Símtalið er til komið vegna útgáfu á ljóðinu Hrunadansi, en efnt var til hennar í tilefni af því að skáldið og ritstjórinn Matthías Johannessen verður áttræður 3. janúar á nýju ári, og bókinni fylgir diskur með flutningi Gunnars Eyjólfssonar á ljóðinu. Björn Bjarnason ritar eftirmála, en ásamt honum höfðu umsjón með útgáfunni Styrmir Gunnarsson og Jakob F. Ásgeirsson. MYNDATEXTI Hrunadans eftir Matthías Johannessen er kominn út á bók og fylgir diskur með flutningi Gunnars Eyjólfssonar leikara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar