Útsölur

Útsölur

Kaupa Í körfu

HEFÐINNI samkvæmt hófust janúarútsölur um helgina og var fjölmenni í verslunum. „Mér virðist að þetta sé svipað og var fyrsta útsöludaginn í fyrra en þá komu til okkar á bilinu 25 til 30 þúsund manns,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í samtali við Morgunblaðið. Algengur afsláttur nú er 30 til 40% sem eykst eftir því sem líður á útsölutímabilið sem lýkur fyrstu helgi í febrúar. Þá er afsláttur gjarnan um 75% og verður svo að vera enda styttist þá í vorvörurnar. Að sögn Sigurjóns gekk jólaverslun í Kringlunni vel og nokkru fleiri komu í verslunarmiðstöðina fyrir nýliðin jól en gerðist 2008. Magnsalan var þó minni en veltan meiri sem skýrist af gengisbreytingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar