Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Ingimar Bjarni Sverrisson

Heiðar Kristjánsson

Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Ingimar Bjarni Sverrisson

Kaupa Í körfu

AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem bjóða upp á nemendaskipti fyrir krakka á aldrinum 15–18 ára. Samtökin eru rekin með aukin samskipti ungs fólks frá ólíkum löndum að leiðarljósi og langmest af þeirri vinnu sem unnin er hjá AFS er í höndum sjálfboðaliða. Íslensk ungmenni geta valið um 32 lönd þar sem þeim stendur til boða að stunda nám og búa hjá innfæddri fjölskyldu. „Þetta er skólaprógramm þannig að þeir sem sækja um þurfa að vera að klára 10. bekk eða vera skráðir í framhaldsskóla,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, deildarstjóri íslenskra nema hjá AFS á Íslandi MYNDATEXTI Ingimar Bjarni Sverrisson, fyrrum skiptinemi, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu AFS.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar