Slátur

Heiðar Kristjánsson

Slátur

Kaupa Í körfu

S.L.Á.T.U.R, Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, fara aldrei troðnar slóðir, svo mikið er víst. Í kvöld kl. 20 hefjast Nýárstónleikar samtakanna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, þar sem leikin verður ný tónlist á ný hljóðfæri. Hljóðfæri þessi voru hönnuð og búin til á árunum 2003-2006 og má þar m.a. nefna þránófón (e.k. vítahringsvél sem magnar upp eigintíðni mislangra röra), Airwaves-rör, sleglaspil og millistykkjaspil og einstrenging (þyngsta hljóðfærið á tónleikunum af því strengurinn er svo þykkur). MYNDATEXTI Áki Ásgeirsson, sem skapaði þyriltrommuna, með pípu, Jesper Pedersen með trommu og Guðmundur Steinn Gunnarsson með langspil.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar