Háskólinn í Reykjavík flytur sig um set

Háskólinn í Reykjavík flytur sig um set

Kaupa Í körfu

HÖRÐUM höndum var unnið í gær að undirbúningi flutninga Háskólans í Reykjavík í nýbyggingu skólans við Nauthólsvík. Að verkinu komu nemendur, kennarar og annað starfsfólk og var í mörg horn að líta. Þó var tími til að setjast niður og máta skólabekkina. Skólinn flytur starfsemi sína í nýja húsið í dag, 11. janúar, og hafa um 900 manns skráð sig í göngu frá gamla skólahúsinu í hið nýja nú í morgunsárið. Í haust verður öll starfsemi skólans sameinuð undir einu þaki í byggingu sem er 30 þúsund fermetrar að flatarmáli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar