Mansalsmálið í Hafnarfirði þingfest

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Mansalsmálið í Hafnarfirði þingfest

Kaupa Í körfu

*Sakborningar í mansalsmáli neita sök *Lokað þinghald enda konan talin í hættu *Aldrei verið sakfellt fyrir mansal SEX karlmenn sem ákærðir eru fyrir að hafa selt nítján ára litháska konu mansali lýstu við þingfestingu málsins í gær allir yfir sakleysi sínu. Litháarnir fimm sem ákærðir eru hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan snemma í haust og voru leiddir gráir fyrir járnum að Héraðsdómi Reykjaness í gær. Íslenskur karlmaður sem einnig er ákærður í málinu mætti hins vegar ekki við þingfestinguna. MYNDATEXTI: Leiddur fyrir rétt Einn Litháanna sem ákærðir eru fyrir mansal sést leiddur að Héraðsdómi Reykjaness þar sem málið var þingfest í gær. Sakborningarnir sex, fimm Litháar og einn Íslendingur, neita allir sök.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar