Hafnarhúsið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hafnarhúsið

Kaupa Í körfu

Listmálararnir ellefu sem verk eiga á sýningunni Ljóslitlífun eiga það sameiginlegt að hafa alist upp við sjónmenningu sem einkennist af myndasögum, teiknimyndum, tölvugrafík og götulist og áhrifa þessarar menningar gætir í verkum þeirra með ýmsum hætti, að sögn sýningarstjórans Hafþórs Yngvasonar, sem jafnframt er forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Þessi einkenni eða áhersla í verkum listmálaranna skilur þá frá fyrri stefnum. Listamennirnir eru Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Heimir Björgúlfsson, Helgi Þórsson, Jón Henrysson, Ragnar Jónasson, Sara Riel, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson og Þórdís Aðalsteinsdóttir. MYNDATEXTI Hafþór og málararnir Safnstjórinn stillti sér upp í gær með listmálurunum sem verk eiga á sýningunni Ljóslitlífun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar