Ragnar Kjartansson í Hafnarborg

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ragnar Kjartansson í Hafnarborg

Kaupa Í körfu

RAGNAR Kjartansson er dálítið þreytulegur þar sem hann stendur uppi á efri hæð Hafnarborgar og virðir fyrir sér 150 upphengd málverk eftir sig. Það er svo sem ekki skrítið, menn hafa orðið þreyttir af minna tilefni en því að standa allan daginn og mála 150 málverk af sömu fyrirsætunni í hálft ár, líkt og Ragnar gerði á Feneyjatvíæringnum. Málverkin þekja nú veggi Hafnarborgar sem duga þó ekki til, sum þurfa að hanga úr loftinu. Í hliðarsal er myndbandsverkið frá sýningunni í Feneyjum, sem bar nafnið The End, eða Endalokin. Verkin eru hengd upp í tímaröð, dagbók í málverkaformi. MYNDATEXTI Ragnar Geispaði í Hafnarborg í gær enda mikið annríki hjá myndlistarmanninum nú um stundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar