Heilsugæslan fær nýjan sjúkraþjálfunarbekk

Ólafur Bernódusson

Heilsugæslan fær nýjan sjúkraþjálfunarbekk

Kaupa Í körfu

Skagaströnd | Sjúkrahússjóður Höfðakaupstaðar á Skagaströnd hefur verið iðinn við að færa heilsugæslunni á staðnum gjafir á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnun hans. Að þessu sinni gaf sjóðurinn rafknúinn sjúkraþjálfunarbekk, frystiskáp og kælibakstra til notkunar á heilsugæslunni. MYNDATEXTI Christina sjúkraþjálfari tekur við gjafabréfi fyrir bekkinn og frystiskápinn úr höndum Ingibjargar. Fyrir aftan bekkinn eru f.v. Sigríður hjúkrunarkona, Gígja og Jóhanna meðstjórnendur í sjúkrahússjóðnum, Ingunn María, Christine og Angela sjúkraþjálfarar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar