ÍR - KR

ÍR - KR

Kaupa Í körfu

STEINAR Arason, leikmaður ÍR, sagði ÍR-inga alltof oft hafa gefið eftir í þriðja leikhluta í vetur, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Það er eitthvað með þriðja leikhluta og okkur. Við erum oft ansi daprir í þriðja leikhluta. Oft er eins og við séum ekki tilbúnir í seinni hálfleik því þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við klúðrum illa í seinni hálfleik. Það gengur ekki á móti sterku liði eins og KR. Vörnin hjá okkur er allt of mikið gatasigti. Við verðum að hysja upp um okkur buxurnar. Það er ekki nóg að fá nýjan útlending og nýjan þjálfara. Við verðum allir að rífa okkur upp andlega,“ sagði Steinar og honum líst ágætlega á bandaríska leikstjórnandann Michael Jefferson sem var að leika sinn annan leik fyrir ÍR. „Hann átti ekkert sérstakan leik í kvöld en var mjög góður í Njarðvík um daginn. Hann þarf bara smátíma til að aðlagast. Það þarf að gefa honum tækifæri til þess en ég held að hann eigi eftir að reynast okkur mjög vel. Það voru margir fleiri en hann sem áttu slakan leik að þessu sinni,“ sagði Steinar ennfremur og sagði þjálfaraskiptin ekki breyta mjög miklu fyrir liðið þótt þau hafi komið snögglega upp. MYNDATEXTI Steinar Arason

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar