Páll Óskar og Jón

Heiðar Kristjánsson

Páll Óskar og Jón

Kaupa Í körfu

FLOSI heitinn Ólafsson sagði í ræðu í afmælinu mínu í fyrra að þrjú ár í edrúmennsku væru nú enginn árangur til að stæra sig af. En nú hef ég bætt einu ári við og ætla að fagna því með því að halda styrktartónleika fyrir SÁÁ. Ekki veitir af því nú á að fara að skera niður framlög til þessara samtaka sem hafa bjargað svo mörgum fleirum en mér frá ógæfunni,“ segir Jón Helgi Hálfdanarson sem varð 76 ára í gær og er alveg miður sín yfir þessum aðgerðum. „Það er enginn sparnaður í þessum niðurskurði því það er miklu dýrara að leggja fársjúkan alkóhólista inn á sjúkrahús heldur en á Vog.“ Á tónleikunum munu m.a. koma fram Páll Óskar, Monika Abendroth og Diddú en þau gefa öll vinnu sína. Tónleikarnir verða núna á fimmtudaginn í Voninni, húsnæði SÁÁ í Efstaleiti 7, það mun kosta 2.000 krónur inn og aðeins 200 miðar eru í boði. „Hver einasta króna sem kemur inn fer beint til SÁÁ, rétt eins og eftir afmælið mitt í fyrra en þá var ég einnig með tónlistaruppákomu og söfnun.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar