Kynningarfundur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kynningarfundur

Kaupa Í körfu

FRÁ janúarlokum og fram í mars verða haldnir átta fundir víða um land með þjóðfundasniði. Verkefnið er unnið á vegum forsætisráðuneytisins og verður þar leitað eftir samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn í atvinnu- og samfélagsmálum. „Við viljum kanna viðhorf þjóðarinnar almennt sem tengist stefnumörkun í málum sem stjórnvöld vinna að um þessar mundir,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður stýrihóps verkefnisins, sem var kynnt á blaðamannafundi í gær. Auk hans eiga fjórir ráðherrar sæti í hópnum og tveir fulltrúar sveitarstjórnarstigsins. MYNDATEXTI Dagur B. Eggertsson kynnir þjóðfundina. Næst honum er Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarstigið hefur skipulagða aðkomu að þessu fundastarfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar