Timothy Zolotuskiy blessar sjóinn í Nauthólsvík

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Timothy Zolotuskiy blessar sjóinn í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

Fjórtándi dagur jóla í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni Í DAG er fjórtándi dagur eftir jól í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Daginn áður er venjan að blessa vatnið og var það gert í Nauthólsvíkinni í gærkvöldi. Í ár hittist svo á að alþjóðleg samkirkjuleg bænavika stendur yfir á sama tíma og tók því fólk úr ýmsum kirkjudeildum þátt í athöfninni í Nauthólsvík þar sem Timothy Zolotuskiy, prestur safnaðar heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkinu í Reykjavík, fór með bæn á ströndinni. Veðrið var heldur kaldranalegt og vindurinn reif hressilega í hempu Zolotuskiy. Hann steig út í ískaldan sjóinn með reykelsið í hönd og blessaði vatnið. Að athöfn lokinni skelltu nokkrir sér í sjósund út í vatnið blessaða, presturinn þeirra á meðal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar