Ísland - Serbía

Ísland - Serbía

Kaupa Í körfu

VIÐ sáum leikinn við Serba klipptan niður á fundinum í morgun og það voru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að við náðum ekki að sigra. Sóknin var allan tímann svolítið hikstandi og vörnin var bara léleg hjá okkur í seinni hálfleik. Það voru líkar góðir kaflar, eins og fyrstu 15-20 mínúturnar í vörninni, en núna höfum við afgreitt Serbaleikinn og sjáum hvað við þurfum að gera í næsta leik,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið í gær þegar undirritaður hitti hann á Marriot-hótelinu í Linz þar sem íslenska landsliðið býr. MYNDATEXTI Ólafur Stefánsson fyrirliði Íslands lítur upp eftir að hafa fengið byltu í leiknum gegn Serbum í Linz í fyrrakvöld. Hann er staðráðinn í að leika betur gegn Austurríkismönnum í dag en takist íslenska liðinu að sigra lið heimamanna tryggir það sér sæti í milliriðli Evrópukeppninnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar