Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands

Kaupa Í körfu

SAMKVÆMT yfirliti yfir erlenda stöðu Seðlabankans frá 13. janúar minnkuðu erlendar skuldir bankans um ríflega 203 milljarða króna í fyrra. Þessi þróun skýrist að mestu af því að það sem flokkast undir aðrar erlendar skuldir bankans fór úr því að vera 209 milljarðar við árslok 2009 niður í að vera ekki neitt við lok síðasta mánaðar. Engar skýringar hafa verið gefnar á þessari þróun enn sem komið er en sérfræðingar leiða að því líkum að hún tengist gríðarlegum vexti bundinna gjaldeyrisinnistæðna í Seðlabankanum á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þær innistæður komi fram sem innlend skuldbinding þó svo að um gjaldeyri sé að ræða

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar