Vont veður í Reykjavíkurhöfn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vont veður í Reykjavíkurhöfn

Kaupa Í körfu

Kári ygglir brún og lemur sjóinn í Reykjavík Talsvert um útköll TALSVERT var um óveðursútköll hjá björgunarsveitum á sunnan- og vestanverðu landinu í gær vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Í Keflavík var tilkynnt um að þakið væri að fjúka af Officeraklúbbnum á vallarsvæðinu, vinnuskúr fauk og bátur slitnaði frá bryggju. MYNDATEXTI: Særót í smábátahöfninni MIKIÐ rót var á sjónum í Reykjavíkurhöfn í gær, ljósin vörpuðu dramatískri birtu á öldurnar í hviðunum en smábátarnir létu sér fátt um finnast enda ýmsu vanir á norðurslóðum. Vafalaust hafa margir eigendurnir samt til vonar og vara farið niður á höfn til að huga að því hvort bátarnir væru ekki örugglega vel bundnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar