EM 2010 - ÍSLAND - KRÓATÍA

EM 2010 - ÍSLAND - KRÓATÍA

Kaupa Í körfu

ÍSLAND og Króatía skildu jöfn, 26:26, í milliriðlinum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í gær. „Við vorum betri aðilinn og áttum skilið að sigra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, í gær. Noregur, Danmörk og Ísland eru öll með fjögur stig en Ísland er í öðru sæti og Króatía efst með fimm stig. Í dag mæta Íslendingar liði Rússa sem er án stiga í milliriðlinum en leikurinn hefst klukkan 15 í Vín. Á myndinni þrumar Alexander Petersson að marki Króatíu og Aron Pálmarsson er ekki viss um hver útkoman verður. |

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar