Fundur kvikmyndagerðarmanna

Fundur kvikmyndagerðarmanna

Kaupa Í körfu

MIKILL hiti var í fundarmönnum á samstöðufundi kvikmyndagerðarmanna í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í kjölfar þess að Ríkisútvarpið ákvað að draga verulega úr innkaupum á íslensku efni frá sjálfstæðum framleiðendum. „Ríkisútvarpið fær styrk frá ríkinu vegna þess að það hefur það hlutverk að bjóða upp á íslenskt efni,“ segir Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður. „Það hefur alls ekki uppfyllt sína þjónustusamninga og það er ekki ákvörðun útvarpsstjóra að draga úr framboði á íslensku efni. Samkvæmt samningum á hann að vera með það og þess vegna er stöðin til. Hún getur ekki hætt að sinna sínum skyldum. Svo fór að það var skorað á útvarpsstjóra að segja af sér.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar