Bragi Leifur Hauksson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bragi Leifur Hauksson

Kaupa Í körfu

Það er ekki aðeins í einkageiranum sem netið hefur skapað nýja möguleika á hagræðingu og bættri þjónustu. Víða í opinbera geiranum hefur netið verið nýtt á metnaðarfullan hátt og með góðum árangri. Eitt nýjasta skrefið í þessari þróun er Tryggur, þjónustuvefur Tryggingastofnunar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í lok sumars 2008. „Tryggingastofnun þjónustar reglubundið um 50.000 manns, og frá opnun höfum við fengið um 100.000 heimsóknir á þjónustuvefinn. Ætla má að ríflega fimmtungur viðskiptavina stofnunarinnar nýti sér Trygg reglulega,“ segir Bragi Leifur Hauksson, verkefnastjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá stofnuninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar